Um Fiskistofu
Um Fiskistofu
Fiskistofa er stjórnsýslu og eftirlitsstofnun og heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Fiskistofustjóri er Ögmundur Knútsson.
Um starfsemi Fiskistofu gilda lög nr. 36/1992, um Fiskistofu. Fiskistofa fer með framkvæmd laga á sviði fiskveiðistjórnunar og lax og silungsveiða. Helstu hlutverk Fiskistofu eru veiting veiðileyfa, úthlutun aflaheimilda og eftirlit með fiskveiðum og vigtun á sjávarafla.
Fiskistofa er með sex starfsstöðvar víðsvegar um landið og eru höfuðstöðvar stofnunarinnar á Akureyri.