Lax- og silungsveiði

Lax- og silungsveiði

Meginhlutverk lax- og silungsveiðisviðs er að stuðla að sjálfbærri nýtingu laxfiska í ám og vötnum og vernda búsvæði þeirra í samvinnu viðeigendur veiðiréttar og veiðifélög. Það sinnir jafnframt mikilvægu hlutverki við félagslega uppbyggingu veiðifélaga og heldur skrá um veiðifélög og eigendur veiðiréttar.

Helstu verkefni lax- og silungsveiðisviðs samkvæmt þessum lögum eru sem hér segir:

Skrásetja ár og vötn og eigendur veiðiréttar. Skrásetja rétthafa silungsveiða í sjó og setja reglur um slíkar veiðar. Stuðla að uppbyggingu veiðifélaga og meðhöndla kærur vegna stjórnsýslu innan þeirra. Staðfesta samþykktir, arðskrár, fiskræktar- og nýtingaráætlanir veiðifélaga. Staðfesta stangarfjölda í lax- og silungsveiðum. Safna skýrslum um veiði laxfiska í ám og vötnum og sjó í samvinnu við Veiðimálastofnun. Gefa út rannsóknaleyfi og veiðiskírteini vegna rannsókna í fersku vatni. Heimila merkingar og hafa umsjón með gagnabanka um merkingar. Veita undanþágur vegna óhefðbundinna veiða. Veita heimildir til mannvirkja- og fiskvegagerðar og efnistöku við ár og vötn. Skipa eftirlitsmenn með lax- og silungsveiði og samræma eftirlit. Lax- og silungsveiðisvið er einnig tengiliður við erlendar stjórnsýslustofnanir svo sem Laxaverndarstofnunina (NASCO), ferskvatnsveiðinefnd Sameinuðu Þjóðanna (EIFAC) og ferskvatnsnefnd Hafrannsóknaráðsins (ICES).

Hér má nálgast yfirlit yfir helstu takmarkanir á netaveiði á göngusilungi í sjó.

Hér er að finna enskan bækling um helstu verkefni Fiskistofu tengd málefnum lax- og silungsveiði.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs, netfang hans er gudni@fiskistofa.is


Finna skip

Tungumál síðu
laxogsil-nordura06-2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica