Fara beint í efnið

Veiðivottorð

Veiðivottorðakerfi

Veiðivottorð er vottorð fyrir afurðir unnar úr afla íslenskra skipa. Með þessu vottorði staðfesta íslensk stjórnvöld að aflinn hafi verið veiddur undir stjórn íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Útflytjanda á Íslandi ber að senda veiðivottorðið til innflytjanda sem kemur vottorðinu til lögbærra yfirvalda í sínu landi.

Vottorðið uppfyllir samninga á milli Íslands, Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Það er staðlað og því er ekki hægt að breyta.

Reglur

  • Veiðivottorð eru ekki gefin út fyrir erlend skip.

  • Ekki má breyta vottorði eftir að það hefur verið staðfest.

  • Löndun og tegundir þurfa að vera skráð.

  • Einungis þarf vottorð fyrir þorsk til Bandaríkjanna og fyrir makríl til Japan.

Veiðivottorðakerfið

Sækja þarf um aðgang að kerfinu á netfangið vottord@fiskistofa.is og með umsókninni þurfa að fylgja eftirfarandi upplýsingar:

  • nafn fyrirtækis

  • heimilisfang

  • kennitala

  • netfang

  • símanúmer

Vottorðið kostar 200 krónur

Veiðivottorðakerfi

Þjónustuaðili

Fiski­stofa