Fara beint í efnið

Fiskrækt

Með fiskrækt er leitast við að auka stærð fiskstofns í veiðivatni:

  • hrognagröftur

  • seiðasleppingar

  • slepping fullorðinna fiska

Með fiskrækt er ætlunin að hafa áhrif á náttúrulega ferla en mikilvægt er að gæta þess að sem minnst röskun verði á vistkerfum og náttúrulegum fiskstofnum.

Veiðifélög eða veiðiréttarhafar sem hyggjast stunda fiskrækt þurfa að gera fiskræktaráætlun.

Fiskistofa metur fram lagða fiskræktaráætlun að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar og staðfestir hana verði hún ekki talin valda óásættanlegri röskun á vistkerfi viðkomandi veiðivatns.

Staðfest fiskræktaráætlun gildir í fimm ár.

Veiðifélag/veiðiréttareigandi þarf að skila upplýsingum árlega um seiðasleppingar eða aðrar fiskræktaraðgerðir.

Flutningur fiska milli vatnakerfa

Bannað er að flytja fiska milli vatnakerfa.

Hægt er að sækja um undanþágu frá því banni til Fiskistofu með því að leggja fram greinagerð um slíkan flutning ásamt umsögnum frá Fisksjúkdómanefnd og Hafrannsóknastofnun.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa