Grásleppa 2022
Matvælaráðuneyti hefur gefið út reglugerð um hrognkelsaveiðar nr. 267/2022 . Skv reglugerðinni eru grásleppuveiðar háðar sérstöku leyfi Fiskistofu. Skip sem hafa til þess réttindi og leyfi til veiða í atvinnuskyni geta sótt um leyfi til grásleppuveiða.
Umsóknir
Sótt er um veiðileyfi til grásleppuveiða í gegnum Ugga umsóknarkerfi Fiskistofu. Þegar sótt er um leyfi skal tekið fram hvenær lagning neta hefst og tekur leyfið gildi þann dag. Taka þarf fram í umsókninni upplýsingar um afla og verðmæti á vertíðinni 2021 og ef að við á þarf að setja í þá reiti 0. Einnig þarf að koma fram í umsókninni fjöldi hrognkelsaneta og teinalengd nets. Á grásleppuvertíð getur bátur einungis haft eitt grásleppuveiðileyfi.
Sækja þarf um fyrir kl. 15:00 á virkum degi ef hefja á veiðar næsta dag eða fyrir kl. 13:30 á föstudegi ef hefja skal veiðar næsta mánudag.
Þegar umsókn um grásleppuveiðileyfi hefur verið samþykkt verður til greiðsluseðill sem birtist í heimabanka umsækjanda.
Leyfið kostar 22.000 kr.
- Óski aðili þess að grásleppuveiðileyfi taki gildi næsta virka dag frá móttöku greiðsluseðils er mikilvægt að greiðsluseðlarnir séu greiddir fyrir klukkan 21.00 (bankaafgreiðslutími) daginn áður.
- Fari greiðsla fram eftir kl. 21 tekur leyfið ekki gildi fyrr en á öðrum degi frá greiðslunni. Þá tekur leyfi ekki gildi fyrr en næsta þriðjudag fari greiðsla fram eftir kl. 21 á föstudegi.
- Fari greiðsla fram um helgi, á almennum frídegi eða eftir kl. 21 á virkum degi tekur leyfið ekki gildi fyrr en á öðrum virkum degi eftir að greiðsla fór fram.
Dagafjöldi
Heimilt er að veiða í 25 daga samfellt skv. reglugerð. Grásleppuveiði er leyfð á ákveðnum svæðum sem sjá má í hafsjá. Veiðitímabilin er eftirfarandi:
- Faxaflói: 20. mars – 30. Júní báðir dagar meðtaldir
- Breiðafjörður: 20. mars – 30. júní báðir dagar meðtaldir
- Breiðafjörður 2: 20. maí -12. ágúst báðir dagar meðtaldir
- Vestfirðir: 20. mars -30. júní báðir dagar meðtaldir
- Húnaflói: 20. mars – 30. júní báðir dagar meðtaldir
- Norðurland: 20. mars – 30. júní báðir dagar meðtaldir
- Austurland: 20. mars – 30. júní báðir dagar meðtaldir7
- Suðurland: 20. mars – 30. júní báðir dagar meðtaldir
Vakin er athygli á 4. gr. reglugerðarinnar um niðurfellingu veiðileyfa.
Sé óskað eftir flutningi upphafsdags skal senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is