Fara beint í efnið

Línuívilnun

Dagróðrabátar á línuveiðum geta að uppfylltum reglum um línuívilnun landað afla umfram aflamark í þorski, ýsu og steinbít. Þessi heimild er þó bundin við ákveðið hámark í hverri tegund og skilgreind tímabil.

Reglur:

  • Ekki mega önnur veiðarfæri vera um borð í bátnum.

  • Hafi línan verið beitt í landi má landa 20% umfram þann afla sem reiknast til kvóta.

  • Hafi línan verið stokkuð upp í landi má landa 15% umfram þann afla sem reiknast til kvóta.

  • Báturinn komi til löndunar innan 24 klst. frá upphafi veiðiferðar.

  • Sjálfvirkt tilkynningakerfi bátsins þarf að vera virkt.

  • Útgerðaraðili tilkynni fyrirfram um upphaf þess tímabils sem línuveiðar með línu sem beitt er í landi eða sem stokkuð er upp í landi eru fyrirhugaðar.

  • Tilkynningin gildir þar til útgerðaraðilinn tilkynnir um annað.

  • Senda á tilkynningununa með tölvupósti á linuivilnun@fiskistofa.is og þarf skipaskrárnúmer að fylgja.

  • Skipstjóri þarf að tryggja við vigtun og skráningu aflans á hafnarvog að veiðarfærið landbeitt lína eða línutrekt sé skráð sem veiðarfæri aflans í aflaskráningarkerfið GAFL

Athygli er vakin á að umsókn í tölvupósti telst aðeins móttekin ef sjálfvirk staðfesting Fiskistofu á móttökunni hefur borist sendandanum.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa